Íslenska


Fallbeyging orðsins „borgari“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall borgari borgarinn borgarar borgararnir
Þolfall borgara borgarann borgara borgarana
Þágufall borgara borgaranum borgurum borgurunum
Eignarfall borgara borgarans borgara borgaranna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

Borgari (karlkyn); veik beyging

[1] Borgari er persóna sem býr á ákveðnum stað.
Talað er um ríkisborgara sem þá persónu hefur ríkisboragarétt í ákveðnu ríki.
Annað dæmi er heimsborgari, sem er sá sem er víðförull og hefur átt — eða á — heima á mörgum stöðum.
[2] Áður var orðið „borgari“ notað um mann, sem hafði keypt sér svokallað borgarabréf (verslunarleyfi), en í því fólst réttur til að stunda verslun og viðskipti.
[3] Slangurstytting á hamborgara.
Samheiti
[2] kaupmaður
Undirheiti
[1] heiðursborgari, heimsborgari, ríkisborgari, samborgari
Orðtök, orðasambönd
[1] almennur borgari
Afleiddar merkingar
[1] borgaralegur, borgararéttindi (borgararéttur), borgarastétt, borgarastyrjöld
[1] oddborgari, smáborgari, stórborgari

Þýðingar

Tilvísun

Borgari er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „borgari