„bókmál“: Munur á milli breytinga

[óskoðuð útgáfa][óskoðuð útgáfa]
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Bókmál''' (norska: ''bokmål'') er annað af tveimur opinberum ritunarformum [[norska|norsku]]. [[Nýnorska]] (norska: ''nynorsk'') kallast hitt formið. Bókmál er notað af um 85-90% af norðmönnum og er það óháð því hverskonar talaða [[mállýska|mállýsku]] viðkomandi notar. Bókmál byggir aðallega á skrifaðri [[danska|dönsku]] og líkist mjög þeim mállýskum sem talaðar eru í Austur-Noregi, sérlega í [[Ósló]]. Bókmál og þær mállýskur sem líkjast því hafa orðið fyrir miklum áhrifum af dönsku og þar með af [[lágþýska|lágþýsku]] og hafa fjarlægst mjög [[vesturnorræna|vesturnorrænan]] uppruna.
 
Bókmál byggir aðallega á skrifaðri [[danska|dönsku]] og líkist mjög þeim mállýskum sem talaðar eru í Austur-Noregi, sérlega í [[Ósló]]. Bókmál og þær mállýskur sem líkjast því hafa orðið fyrir miklum áhrifum af dönsku og þar með af [[lágþýska|lágþýsku]] og hafa fjarlægst mjög [[vesturnorræna|vesturnorrænan]] uppruna.
 
Danska var eina opinbera ritmálið í Noregi fram til 1890 þegar [[Stortinget]] ([[Alþingi]] norðmanna) ákvað að gera bæði nýnorsku (sem þá var kallað ''landsmål'') og bókmál (sem þá var kallað ''riksmål'') að opinberum málformum.
 
Fram að 1907 var riksmål nánast nákvæmlega eins skrifað og danska. Frá því hefur bókmálið aðlagast á margan hátt talaðri norsku, sérlega mállýskunum í [[Ósló]] og annars staðar í Austur-Noregi. Meðal annars hefur verið skift á mjúku [[samhljóð|samhljóðunum]] b, d, g í dönsku (æble, had, bog) yfir í hörðu samhljóðin p, t, k í bókmáli (eple, hat, bok). Önnur breyting er að bókstafurinn "c" hefur horfið úr bókmáli og í stað þess notað "s" (sem dæmi er á dönsku ''central'' á bókmáli ''sentral''). Einnig eru öll orð af latneskum uppruna sem enda á ''-tion'' í öðrum málum rituð með ''-sjon'' á bókmáli (sem dæmi má nefna ''station'' sem er ''stasjon'').
 
== Tengt efni ==
 
*[http://www.riksmalsforbundet.no Riksmålsförbundet]
*[http://www.lovdata.no/cgi-wift/ldles?doc=/sf/sf/sf-20050401-0277.html Forskrift om målvedtak i kommunar og fylkeskommunar]