Íslenska


Fallbeyging orðsins „rafgas“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall rafgas rafgasið
Þolfall rafgas rafgasið
Þágufall rafgasi rafgasinu
Eignarfall rafgass rafgassins
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

rafgas (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Rafgas eða plasmi er efnishamur, sem er sjaldséður á jörðu, a.m.k. í lengri tíma, vegna þess að mjög sérstakar aðstæður þarf til að það myndist. Rafgas er algengt í geiminum, en efni sólstjarna er að mestu rafgas.
Orðsifjafræði
raf- og gas
Yfirheiti
[1] eðlisfræði
Dæmi
[1] Eldingar eru dæmi um rafgas á jörðu.
[1] „Júpíter hefur gríðarsterkt segulsvið og því myndast rafstraumur milli Íós og Júpíters þegar rafgas ferðast eftir segulsviðslínunum.“ (StjörnufræðivefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Stjörnufræðivefurinn: Sævar Helgi Bragason (2010). Galíleótunglin.)

Þýðingar

Tilvísun

Rafgas er grein sem finna má á Wikipediu.
Íðorðabankinn323971