sporbaugur

Sniða/skráar breytingar í þessari útgáfu eru óyfirfarnar. Stöðuga útgáfan var skoðuð 26. apríl 2017.

Íslenska


Fallbeyging orðsins „sporbaugur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall sporbaugur sporbaugurinn sporbaugar sporbaugarnir
Þolfall sporbaug sporbauginn sporbauga sporbaugana
Þágufall sporbaugi sporbauginum sporbaugum sporbaugunum
Eignarfall sporbaugs sporbaugsins sporbauga sporbauganna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

sporbaugur (karlkyn); sterk beyging

[1] rúmfræði: Sporbaugur (latneska: ellipsis) er aflangur hringur, m.ö.o. teygður hringur þannig lagaður, að summan af fjarlægðunum frá tveimur vissum föstum punktum innan í honum til hvers punkts, sem vera skal, í honum sjálfum er ávallt hin sama.
Dæmi
[1] Brautir halastjarnanna eru t.d. mjög aflangir sporbaugar.

Þýðingar

Tilvísun

Sporbaugur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „sporbaugur