blóðrefill

Sniða/skráar breytingar í þessari útgáfu eru óyfirfarnar. Stöðuga útgáfan var skoðuð 26. apríl 2017.

Íslenska


Fallbeyging orðsins „blóðrefill“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall blóðrefill blóðrefillinn blóðreflar blóðreflarnir
Þolfall blóðrefil blóðrefilinn blóðrefla blóðreflana
Þágufall blóðrefli blóðreflinum blóðreflum blóðreflunum
Eignarfall blóðrefils blóðrefilsins blóðrefla blóðreflanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

blóðrefill (karlkyn); sterk beyging

[1] Blóðrefill er talið fyrnt mál og merkir oddhvassi hluti sverðs. Enn eldra var að tala um „blóðrefil“ sem skreytingu þá er prýddi mörg sverð fyrir miðju, endilangt eftir sverði. Ætla má það hafi verið í lægðinni fyrir miðju tvíeggjaðs sverðblaðs.

Þýðingar

Tilvísun

Blóðrefill er grein sem finna má á Wikipediu.