Íslenska


Fallbeyging orðsins „gammageisli“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall gammageisli gammageislinn gammageislar gammageislarnir
Þolfall gammageisla gammageislann gammageisla gammageislana
Þágufall gammageisla gammageislanum gammageislum gammageislunum
Eignarfall gammageisla gammageislans gammageisla gammageislanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

gammageisli (karlkyn); veik beyging

[1] Gammageisli er rafsegulgeislun sem á uppruna sinn innan kjarna atóms í stað fyrir færslu rafeinda á milli brauta eins og venjulegt ljós og röntgengeislun á uppruna sinn í, eða þegar rafeind og jáeind rekast á og eyða hvor annarri.
[2] í fleirtölu: gammageislun: geislar úr [1]
Orðsifjafræði
gamma- og geisli
Samheiti
[2] gammageislun
Dæmi
[1] Gammageislar eru orkuríkustu geislar rafsegulrófsins og eru því hættulegastir fyrir lifandi vefi en eru einnig þeir geislar sem eiga minnstu möguleika á að hafa áhrif á atómin sem byggja upp líkamsvefi lífvera. Vegna þess hversu litlar líkur eru á því að gammageisli víxlverki við atóm þarf mikið og þykkt efni til að verjast gammageislunar.

Þýðingar

Tilvísun

Gammageisli er grein sem finna má á Wikipediu.

Íðorðabankinn321748