ljósapera

Sniða/skráar breytingar í þessari útgáfu eru óyfirfarnar. Stöðuga útgáfan var skoðuð 23. júlí 2024.

Íslenska


Fallbeyging orðsins „ljósapera“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall ljósapera ljósaperan ljósaperur ljósaperurnar
Þolfall ljósaperu ljósaperuna ljósaperur ljósaperurnar
Þágufall ljósaperu ljósaperunni ljósaperum ljósaperunum
Eignarfall ljósaperu ljósaperunnar ljósapera ljósaperanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

ljósapera (kvenkyn); veik beyging

[1] pera [2]. Ljósapera er venjulega gerð úr gagnsæju, möttu eða hvítu hylki sem er oftast peru- eða pípulaga, með glóþræði eða fyllt gasi, sem glóir þegar rafstraumi er hleypt á hana og lýsir með því upp umhverfi sitt.
Orðsifjafræði
ljósa- og pera
Dæmi
[1] „Thomas Edison (1847-1931) fann upp ljósaperu 31. desember 1879, fyrirtæki hans hét «Edison Electric Light Company» og hafði unnið hörðum höndum að því að koma rafmagnsljósi til almennings.“ (WikipediaWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Wikipedia: Ljósapera - breytingaskrá)

Þýðingar

Tilvísun

Ljósapera er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „ljósapera
Margmiðlunarefni tengt „ljósaperum“ er að finna á Wikimedia Commons.