ljósmóðir

Sniða/skráar breytingar í þessari útgáfu eru óyfirfarnar. Stöðuga útgáfan var skoðuð 3. ágúst 2020.

Íslenska


Fallbeyging orðsins „ljósmóðir“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall ljósmóðir ljósmóðirin ljósmæður ljósmæðurnar
Þolfall ljósmóður ljósmóðurina ljósmæður ljósmæðurnar
Þágufall ljósmóður ljósmóðurinni ljósmæðrum ljósmæðrunum
Eignarfall ljósmóður ljósmóðurinnar ljósmæðra ljósmæðranna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

ljósmóðir (kvenkyn); sterk beyging

[1] Ljósmóðir er heilbrigðisstarfsmaður sem sérhæfir sig í að aðstoða mæður í meðgöngu, fæðingu, brjóstagjöf og umönnun nýbura. Karlkynsorðið ljósi er stundum haft um karlmann sem hefur veitt aðstoð við fæðingu.
Samheiti
[1] léttakona, ljósa, nærkona, yfirsetukona
Dæmi
[1] „Ljósmóðir er fegursta orð íslenskrar tungu og á eftir því kemur hugfanginn og svo bergmál.“ (Ruv.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Ruv.is: Ljósmóðir fegursta orðið. 12.11.2013)

Þýðingar

Tilvísun

Ljósmóðir er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „ljósmóðir