Íslenska


Fallbeyging orðsins „mörgæs“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall mörgæs mörgæsin mörgæsir mörgæsirnar
Þolfall mörgæs mörgæsina mörgæsir mörgæsirnar
Þágufall mörgæs mörgæsinni mörgæsum mörgæsunum
Eignarfall mörgæsar mörgæsarinnar mörgæsa mörgæsanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

mörgæs (kvenkyn); sterk beyging

[1] Mörgæsir (fræðiheiti: Sphenisciformes) er fylking ófleygra fugla. Mörgæsir eru ófleygar og lifa flestar í svalari hluta Suður-Íshafsins. Skrokkurinn er svartur á baki og hvítur að framan og þær hafa stutta en sterka fætur aftarlega á skrokknum.
Undirheiti
adeliemörgæs (Pygoscelis adeliae)
afríkumörgæs (Spheniscus demersus)
dvergmörgæs (Eudyptula minor)
fjarðarlandsmörgæs (Eudyptes pachyrhynchus)
galapagosmörgæs (Spheniscus mendiculus)
gentoomörgæs (Pygoscelis papua)
gulaugnamörgæs (Megadyptes antipodes)
hökubandsmörgæs (Pygoscelis antarctica)
hin konunglega mörgæs (Eudyptes schlegeli)
humboldtsmörgæs (Spheniscus humboldti)
kambmörgæs (Eudyptes sclateri)
keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri)
klettahoppari (Eudyptes chrysocome)
konungsmörgæs (Aptenodytes patagonicus)
macaronimörgæs (Eudyptes chrysolophus)
magellanmörgæs (Spheniscus magellanicus)
snörumörgæs (Eudyptes robustus)
Dæmi
[1] Stærsta mörgæsin er keisaramörgæs en þær geta orðið allt að 21-40 kg og um 120 cm. á hæð. En sú minnsta er dvergmörgæs, þær vega aðeins 1-1,8 kg og eru minni en sumar endur.
[1] „Ísbirnir og mörgæsir hittast því aldrei við náttúrulegar aðstæður og éta þess vegna ekki hvort annað.“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Éta ísbirnir mörgæsir?)

Þýðingar

Tilvísun

Mörgæs er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „mörgæs

Vísindavefurinn: „Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku? >>>