mörgæs
Íslenska
Nafnorð
mörgæs (kvenkyn); sterk beyging
- [1] Mörgæsir (fræðiheiti: Sphenisciformes) er fylking ófleygra fugla. Mörgæsir eru ófleygar og lifa flestar í svalari hluta Suður-Íshafsins. Skrokkurinn er svartur á baki og hvítur að framan og þær hafa stutta en sterka fætur aftarlega á skrokknum.
- Undirheiti
- adeliemörgæs (Pygoscelis adeliae)
- afríkumörgæs (Spheniscus demersus)
- dvergmörgæs (Eudyptula minor)
- fjarðarlandsmörgæs (Eudyptes pachyrhynchus)
- galapagosmörgæs (Spheniscus mendiculus)
- gentoomörgæs (Pygoscelis papua)
- gulaugnamörgæs (Megadyptes antipodes)
- hökubandsmörgæs (Pygoscelis antarctica)
- hin konunglega mörgæs (Eudyptes schlegeli)
- humboldtsmörgæs (Spheniscus humboldti)
- kambmörgæs (Eudyptes sclateri)
- keisaramörgæs (Aptenodytes forsteri)
- klettahoppari (Eudyptes chrysocome)
- konungsmörgæs (Aptenodytes patagonicus)
- macaronimörgæs (Eudyptes chrysolophus)
- magellanmörgæs (Spheniscus magellanicus)
- snörumörgæs (Eudyptes robustus)
- Dæmi
- [1] Stærsta mörgæsin er keisaramörgæs en þær geta orðið allt að 21-40 kg og um 120 cm. á hæð. En sú minnsta er dvergmörgæs, þær vega aðeins 1-1,8 kg og eru minni en sumar endur.
- [1] „Ísbirnir og mörgæsir hittast því aldrei við náttúrulegar aðstæður og éta þess vegna ekki hvort annað.“ (Vísindavefurinn : Éta ísbirnir mörgæsir?)
Þýðingar
[breyta]
- Tilvísun
„Mörgæs“ er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „mörgæs “
Vísindavefurinn: „Getið þið sagt mér nöfnin á öllum tegundum mörgæsa á íslensku?“ >>>