Íslenska


Fallbeyging orðsins „stökkull“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall stökkull stökkullinn stökklar stökklarnir
Þolfall stökkul stökkulinn stökkla stökklana
Þágufall stökkli stökklinum stökklum stökklunum
Eignarfall stökkuls stökkulsins stökkla stökklanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

stökkull (karlkyn)

[1] tannhvalur (fræðiheiti: Tursiops truncatus)
[2] (þjóðtrú) hvalur sem grandaði bátum með því að stökkva yfir/ofan á þá.
[3] vöndur úr kaþólskum sið til að stökkva vígðu vatni.
Samheiti
[1] höfrungur, dettir.
[2] stökkhveli, hrosshualur, sprettfiskur, blöðruhvalur.
Dæmi
[2] „Sögusagnir um að stökklar elti uppi báta og ráðist á þá, verða að teljast mjög vafasamar.“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Jón Már Halldórsson. Er hvalategundin stökkull ekki lengur til við Ísland og ráðast þeir stundum á báta?. 16.01.2014.)

Þýðingar

Tilvísun

Stökkull er grein sem finna má á Wikipediu.
Íðorðabankinn405032