Íslenska


Fallbeyging orðsins „vistmorð“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall vistmorð vistmorðið vistmorð vistmorðin
Þolfall vistmorð vistmorðið vistmorð vistmorðin
Þágufall vistmorði vistmorðinu vistmorðum vistmorðunum
Eignarfall vistmorðs vistmorðsins vistmorða vistmorðanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

vistmorð (hvorugkyn); (nýyrði) sterk beyging

[1] alvarlegt og stórfellt brot gegn vistkerfi náttúrunnar. Íslensk þýðing á e. hugtakinu eco-cide. Sambærilegt við íslenska þýðingu á e. hugtakinu geno-cide, þjóðarmorð.
Orðsifjafræði
vist- og morð
Dæmi
[1] „Í júní í fyrra vísuðu tólf þingmenn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingar og Viðreisnar til ríkisstjórnar þingsályktunartillögu um að vistmorð yrði viðurkennt sem alþjóðaglæpur“ (Fréttablaðið (sótt 3. febrúar 2023)Snið:!!Fréttablaðið (sótt 3. febrúar 2023): Plássfrekjan í náttúrunni )
Sjá einnig, samanber
þjóðarmorð

Þýðingar

Tilvísun

Vistmorð er grein sem finna má á Wikipediu.