Bragi H
Sælt veri fólkið
Ég er lesblindur en með mikinn áhuga á Íslensku máli, svo mikinn að þrátt fyrir lesblindu mína vinn ég meðal annars við að semja krossgátur og hef samið yfir 500 krossgátur sem byrst hafa meðal annars í Fréttablaðinu og núna síðast í Fréttatímanum og má sjá þær og nota á vefslóðinni http://krossgatur.gatur.net enda settar þar inn undir cc höfundarleyfi.
Ég þarf því stöðugt að vera með orðabækur í höndunum og helst í tölvutæku formi því vegna lesblindu minnar get ég illa skrifað kórréttan texta og verð því að stóla mjög mikið á „copy“, „paste“ við skriftir/samningu krossgátanna. Mér hefur fundist vanta ókeypis orðabók (nota mest snöru.is sem er í áskrift) og langar til að leggja mitt fram við að bæta í íslensku wikiorðabókina í von um að með tíð og tíma muni hún verða stærsta og helst besta íslenska orðabókin á íslandi en að minstakosti sú ódýrasta :)
Síða mín hjá is.wikipedia.org Bragi H