Íslenska


Fallbeyging orðsins „dauðarefsing“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall dauðarefsing dauðarefsingin dauðarefsingar dauðarefsingarnar
Þolfall dauðarefsingu dauðarefsinguna dauðarefsingar dauðarefsingarnar
Þágufall dauðarefsingu dauðarefsingunni dauðarefsingum dauðarefsingunum
Eignarfall dauðarefsingar dauðarefsingarinnar dauðarefsinga dauðarefsinganna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

dauðarefsing (kvenkyn); sterk beyging

[1] Dauðarefsing felst í því að taka af lífi dæmda sakamenn í refsingarskyni. Aftökur á glæpamönnum og pólitískum andstæðingum hafa verið hluti af nánast öllum samfélögum í gegnum tíðina en hafa nú verið afnumdar í mörgum löndum.
Orðsifjafræði
dauða- og refsing
Samheiti
[1] dauðahegning

Þýðingar

Tilvísun

Dauðarefsing er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „dauðarefsing