eyrir
Íslenska
Nafnorð
eyrir (karlkyn); sterk beyging
- [1] aur, mynt sem jafngildir einum hundraðasti úr krónu, oftast notað í fleirtölu, aurar
- [2] forn verðeining, einn eyrir jafngilti sex álnum vaðmáls
- [3] forn þyngdareining, viktaður eyrir, um 27 grömm, en mældur eyrir, um 32,5 grömm
- Afleiddar merkingar
- [1] lífeyrir, aðgangseyrir, gjaldeyrir
- Samheiti
- [1] klink, smáaurar, skildingur
Þýðingar
[breyta]
- Tilvísun
„Eyrir“ er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „eyrir “
Íslensk beygingafræði, Colin D. Thomson. Helmut Buske Verlag. Hamburg 1987. ISBN 978-3871188411