Íslenska


Fallbeyging orðsins „háskóli“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall háskóli háskólinn háskólar háskólarnir
Þolfall háskóla háskólann háskóla háskólana
Þágufall háskóla háskólanum háskólum háskólunum
Eignarfall háskóla háskólans háskóla háskólanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

háskóli (karlkyn); veik beyging

[1] Menntastofnun þar sem fer fram æðri menntun og vísindalegar rannsóknir.
Orðsifjafræði
hár og skóli
Undirheiti
ríkisháskóli
Orðtök, orðasambönd
Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Harvard-háskóli, Oxford-háskóli
Afleiddar merkingar
Lýsingarorð: háskólaður, háskólafágaður, háskólagenginn, háskólamenntaður
Nafnorð: háskólaár, háskólaborg, háskólaborgari, háskólabókasafn, háskólabókavörður, háskólabygging, háskólabær, háskóladeild, háskólafé, háskólaforlag, háskólagráða, háskólahverfi, háskólakennari, háskólakenning, háskólakona, háskólalíf, háskólamaður, háskólamenntun, háskólanám, háskólanemi, háskólapróf, háskólaprófessor, háskólaráð, háskólarektor, háskólastig, háskólastofnun, háskólastúdent, háskólavegur, háskólavísindi
Dæmi
[1] „Háskólinn hefur þar að auki gert samstarfssamninga við fyrirtæki og félög sem styrkja enn frekar tengsl háskólans við atvinnulífið.“ (WikipediaWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Wikipedia: Háskólinn í Reykjavík varanleg útgáfa)

Þýðingar

Tilvísun

Háskóli er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „háskóli

ISLEX orðabókin „háskóli“