hnífur

2 breytingar í þessari útgáfu eru óyfirfarnar. Stöðuga útgáfan var skoðuð 4. desember 2023.

Íslenska


Fallbeyging orðsins „hnífur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall hnífur hnífurinn hnífar hnífarnir
Þolfall hníf hnífinn hnífa hnífana
Þágufall hníf/ hnífi hnífnum hnífum hnífunum
Eignarfall hnífs hnífsins hnífa hnífanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
 
[1] Eldhúshnífar

Nafnorð

hnífur (karlkyn); sterk beyging

[1] Hnífur er eggvopn og skiptist í blað og skaft, en haldið er utan um skaftið þegar hnífi er beitt. Sá endi hnífsblaðsins sem gengur upp í skaftið nefnist tangi.
Aðrar stafsetningar
knífur
Undirheiti
[1] bakki, egg
Sjá einnig, samanber
gaffall, skeið
byssustingur, sverð
Dæmi
[1] Hnífar eru til í hinum ýmsu útgáfum. Skeiðahnífur (rýtingur eða dálkur) er t.d. hnífur sem er gerður til að geyma hann í skeiðum (slíðri).

Þýðingar

Tilvísun

Hnífur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „hnífur