miðbaugur

Sniða/skráar breytingar í þessari útgáfu eru óyfirfarnar. Stöðuga útgáfan var skoðuð 3. ágúst 2020.

Íslenska


Fallbeyging orðsins „miðbaugur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall miðbaugur miðbaugurinn miðbaugar miðbaugarnir
Þolfall miðbaug miðbauginn miðbauga miðbaugana
Þágufall miðbaugi miðbauginum/ miðbaugnum miðbaugum miðbaugunum
Eignarfall miðbaugs miðbaugsins miðbauga miðbauganna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
 
Á ferðamannastöðum er skiltum gjarnan komið fyrir til þess að merkja miðbaug.

Nafnorð

miðbaugur (karlkyn); sterk beyging

[1] Miðbaugur er stórbaugur, sem liggur umhverfis reikistjörnu og skiptir henni í tvö jafn stór hvel, norður- og suðurhvel. Miðbaugsplanið er þannig mitt á milli skauta hnattarins og hornrétt á möndulinn.
Orðsifjafræði
mið- og baugur
Samheiti
[1] miðjarðarlína
Andheiti
[1] póll
Dæmi
[1] Breiddargráða miðbaugs er 0°, samkvæmt skilgreiningu. Punktar á miðbaug ferðast hraðar vegna möndulsnúnings en allir aðrir punktar á hnettinum. Oftast er átt við miðbaug jarðar, en ummál jarðar um miðbaug er um 40.070 km.

Þýðingar

Tilvísun

Miðbaugur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „miðbaugur