milta
Íslenska
Nafnorð
milta (hvorugkyn); veik beyging
- [1] líffærafræði: Miltað er líffæri úr eitilvef, hluti bæði vessa- og ónæmiskerfis, staðsett milli maga og þindar. Þéttur bandvefur myndar hylki þess. Miltað er forðabúr blóðs og hefur að geyma ýmis blóðkorn, s.s. rauðkorn, hvítfrumur og átfrumur. Ólíkt öðrum einingum vessakerfis síar milta ekki vessa. (fræðiheiti: lien)
- Dæmi
- [1] Miltað tæmist við blóðmissi fyrir tilstuðlan driftaugakerfis, til að viðhalda samvægi. Þá haldast eðlileg rúmmál og þrýstingur blóðs.
Þýðingar
[breyta]
- Tilvísun
„Milta“ er grein sem finna má á Wikipediu.
Vísindavefurinn: „Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?“ >>>