Íslenska


Fallbeyging orðsins „risaeðla“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall risaeðla risaeðlan risaeðlur risaeðlurnar
Þolfall risaeðlu risaeðluna risaeðlur risaeðlurnar
Þágufall risaeðlu risaeðlunni risaeðlum risaeðlunum
Eignarfall risaeðlu risaeðlunnar risaeðla risaeðlanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

risaeðla (kvenkyn); veik beyging

[1] Risaeðlur (fræðiheiti: Dinosauria) voru hryggdýr sem drottnuðu yfir landrænu vistkerfi Jarðar í meira en 160 milljónir ára. Þær komu fyrst fram á sjónarsviðið fyrir um 230 milljónum ára. Í lok Krítartímabilsins fyrir 65 milljónum ára varð hamfaraatburður sem að olli útdauða þeirra og þar með endalokum yfirráða þeirra á landi.

Þýðingar

Tilvísun

Risaeðla er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „risaeðla