Íslenska


Fallbeyging orðsins „skjaldbaka“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall skjaldbaka skjaldbakan skjaldbökur skjaldbökurnar
Þolfall skjaldböku skjaldbökuna skjaldbökur skjaldbökurnar
Þágufall skjaldböku skjaldbökunni skjaldbökum skjaldbökunum
Eignarfall skjaldböku skjaldbökunnar skjaldbaka/ skjaldbakna skjaldbakanna/ skjaldbaknanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
 
[1] Skjaldbaka

Nafnorð

skjaldbaka (kvenkyn); veik beyging

[1] Skjaldbökur (fræðiheiti: Chelonia) eru ættbálkur skriðdýra sem einkennist af brjóskkenndum skildi umhverfis líkamann, sem hefur þróast út frá rifbeinum.
Yfirheiti
[1] dýr, skriðdýr
Undirheiti
[1] ferskvatnsskjaldbaka, glefsaraskjaldbaka, grænskjaldbaka, landskjaldbaka, leðurskjaldbaka, slýskjaldbaka, sæskjaldbaka, vatnaskjaldbaka
Dæmi
[1] Um 300 núlifandi tegundir skjaldbaka eru þekktar, auk nokkurra sem dáið hafa út. Allar tegundir skjaldbaka eru nú í hættu vegna breytinga á strandlengjum sem þær nýta til að verpa eggjum sínum, auk ofveiði.

Þýðingar

Tilvísun

Skjaldbaka er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „skjaldbaka

Vísindavefurinn: „Hvernig flokkast skjaldbökur? >>>