Íslenska


Fallbeyging orðsins „tönn“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall tönn tönnin tennur/ tannir/ tönnur tennurnar/ tannirnar/ tönnurnar
Þolfall tönn tönnina tennur/ tannir/ tönnur tennurnar/ tannirnar/ tönnurnar
Þágufall tönn tönninni tönnum tönnunum
Eignarfall tannar tannarinnar tanna tannanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

tönn (kvenkyn); sterk beyging

[1] Tönn er hart líffæri á kjálkum margra hryggdýra. Aðaltilgangur tanna er að rífa og tyggja mat en sum dýr, sérstaklega rándýr nota þær einnig sem vopn.
Undirheiti
[1] augntönn, framtönn, jaxl, ránjaxl, skögultönn, vígtönn, vísdómstönn
Orðtök, orðasambönd
[1] gnísta tönnum
Afleiddar merkingar
[1] gervitennur
[1] tannbursti, tannkrem (tannsápa), tannkýli, tannlaus, tannlæknir, tannpína, tannsteinn, tanntaka, tannverkur
[1] tannhjól, tannhljóð, tannstöngull

Þýðingar

Tilvísun

Tönn er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „tönn
Íðorðabankinn368328