þverganga

Sniða/skráar breytingar í þessari útgáfu eru óyfirfarnar. Stöðuga útgáfan var skoðuð 26. apríl 2017.

Íslenska


Fallbeyging orðsins „þverganga“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall þverganga þvergangan þvergöngur þvergöngurnar
Þolfall þvergöngu þvergönguna þvergöngur þvergöngurnar
Þágufall þvergöngu þvergöngunni þvergöngum þvergöngunum
Eignarfall þvergöngu þvergöngunnar þverganga þverganganna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

þverganga (kvenkyn); veik beyging

[1] Þverganga, innan stjörnufræði, kallast sá atburður þegar geimfyrirbæri ber við annað slíkt, þ.a. annað þeirra skyggir á hitt, að hluta til eða alveg, frá athuganda séð. Í sólkerfinu er talað um þvergöngu þegar reikistjarna eða tungl gengur fyrir annað slíkt eða sólina. Frá jörðu sjást stöku sinnum þvergöngur Merkúrs og Venusar, þegar þeir ganga milli jarðar og sólar, þ.a. skuggar þeirra falla á jörðu.
Dæmi
[1] „Verði léttskýjað mun þvergangan sjást sérstaklega vel frá Íslandi.“ (Ruv.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Ruv.is: Þverganga Venusar í kvöld. 05.06.2012)

Þýðingar

Tilvísun

Þverganga er grein sem finna má á Wikipediu.

Vísindavefurinn: „Hvaða fyrirbæri er hér á ferðinni? >>>