fíkniefni

Sniða/skráar breytingar í þessari útgáfu eru óyfirfarnar. Stöðuga útgáfan var skoðuð 2. ágúst 2020.

Íslenska


Fallbeyging orðsins „fíkniefni“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall fíkniefni fíkniefnið fíkniefni fíkniefnin
Þolfall fíkniefni fíkniefnið fíkniefni fíkniefnin
Þágufall fíkniefni fíkniefninu fíkniefnum fíkniefnunum
Eignarfall fíkniefnis fíkniefnisins fíkniefna fíkniefnanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

fíkniefni (hvorugkyn); sterk beyging

[1] Fíkniefni kallast vímuefni, sem eru notuð til afþreyingar og hafa vanabindandi áhrif. Fíkniefni hafa áhrif á hegðun og skynjun þeirra sem nota þau og er neysla þeirra ólögleg í mörgum ríkjum.
Orðsifjafræði
fíkni- og efni
Orðtök, orðasambönd
[1] hart fíkniefni
Dæmi
[1] Meðal fíkniefna teljast áfengi, tóbak (notkun þeirra er víðast hvar lögleg), kannabis, kókaín, heróín, ketamín, morfín, ópíum og MDMA, svo að nokkur séu nefnd. Ólögleg fíkniefni kölluðust áður eiturlyf. Koffín er talið vanabindandi, en telst ekki til fíkniefna.

Þýðingar

Tilvísun

Fíkniefni er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „fíkniefni