haglél
Íslenska

Nafnorð
haglél (hvorugkyn); sterk beyging
- [1] Haglél er tegund úrkomu, sem fellur úr éljaskýjum og er glærar eða mattar og oft harðar ískúlur, 5 til 50 mm að þvermáli. Í einstaka tilfellum eru höglin svo stór að þau valda tjóni á mannvirkjum og gróðri.
- Undirheiti
- [1] hagl
- Sjá einnig, samanber
- Orð tengd hagléli:
- bleikihagl er él með hálfgagnsæjum haglkornum sem átti að boða lin.
- gráp gamalt orð haft um haglél.
- grjónabylur er hagl, él (á norðaustan).
- hagldropi haglkorn.
- haglsteinn haglkorn.
- hegla - það heglir - það fellur hagl.
- snæhagl hagl, 2-5 mm í þvermál.