mjólk
Íslenska
Fallbeyging orðsins „mjólk“ | ||||||
Eintala | Fleirtala | |||||
án greinis | með greini | án greinis | með greini | |||
Nefnifall | mjólk | mjólkin | —
|
—
| ||
Þolfall | mjólk | mjólkina | —
|
—
| ||
Þágufall | mjólk | mjólkinni | —
|
—
| ||
Eignarfall | mjólkur | mjólkurinnar | —
|
—
| ||
Önnur orð með sömu fallbeygingu |
Nafnorð
mjólk (kvenkyn); sterk beyging
- [1] Mjólk er hvítur, næringarríkur vökvi sem kvenkyns spendýr framleiða í mjólkurkirtlum sínum og gefa frá sér, oftast í gegnum spena sína til að fæða ungviðið, undantekning frá þessu eru nefdýr, sem hafa ekki spena, en þess í stað seytlar mjólkin út úr holum á kvið þeirra.
- [2] safi plantna
- Undirheiti
- [1] brjóstamjólk, kaplamjólk, konumjólk, kúamjólk, súrmjólk
- Afleiddar merkingar
- [1] mjólkurafurð, mjólkurbrúsi, mjólkurbúð, mjólkurduft, mjólkurdæla, mjólkurfita, mjólkurtrog, mjólkurtönn
- Dæmi
- [1] „Af því að hvalir eru spendýr þá nærir kýrin kálf sinn á mjólk á fyrstu misserum kálfsins.“ (Vísindavefurinn : Hvernig fjölga hvalir sér?)
- [1] mjólk er góð
Þýðingar
[breyta]
þýðingar
- Tilvísun
„Mjólk“ er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „mjólk “
Íðorðabankinn „371562“