sérhljóð
Íslenska
Nafnorð
sérhljóð (hvorugkyn); sterk beyging
- [1] málfræði: Sérhljóð nefnast þau málhljóð sem eru mynduð án þess að þrengt sé verulega að loftstraumnum út um talfærin eða lokað fyrir hann.
- Andheiti
- [1] samhljóð
- Yfirheiti
- [1] málhljóð
- Undirheiti
- Dæmi
- [1] Sérhljóð skiptast í einhljóð og tvíhljóð eftir því hvort hljóðgildið helst nokkurn veginn stöðugt gegnum allt málhljóðið (einhljóð) eða hvort það breytist „á miðri leið“ (tvíhljóð). Í íslensku eru talin átta einhljóð (oftast táknuð með bókstöfunum a, e, i, í, o, u, ú, ö) og auk þeirra a.m.k. fimm tvíhljóð (oftast táknuð með ei (ey), æ, au, á, ó).
Þýðingar
[breyta]
- Tilvísun
„Sérhljóð“ er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „sérhljóð “