stafur
Íslenska
Nafnorð
stafur (karlkyn); sterk beyging
- [1] göngustafur
- [2] bókstafur
- [3] galdrastafur
- [4] í augnlæknisfræði: taugafrumuferli sjónunnar
- [5] dyrastafur
- [6] grasafræði: heiti á stilknum sem ber uppi sveppahattinn
- [7] tölvufræði: tölvustafur, stak í mengi ritstafa og stýristafa
- Framburður
- IPA: [ˈstaːvʏr]
- Samheiti
- [2] bókstafur
- Andheiti
- [4] keila
- Undirheiti
- [7] bilstafur, bókstafur, eyðustafur, formerkisstafur, hopstafur, lausnarstafur, línuskiptastafur, málstafur, myndstafur, ritstafur, sérstafur, sniðstafur, stýristafur, tölustafur, vendistafur
- Sjá einnig, samanber
- [2] stafróf, stafsetning
- [4] sjóna (sjónhimna)
- [7] stafakennsl, stafamengi, stafastrengur, stafgjafi, stafrænn
- Dæmi
- [1] „Sigurður gengur á lækinn og reynir fyrir sér með stafnum, og finnur hann, að þar er traust, sem hann gekk.“ (Snerpa.is : Maður og kona, eftir Jón Thoroddsen)
- [2] „Þess má geta til gamans að alþjóðaorðið um stafróf, alfabet, er dregið af tveimur fyrstu stöfunum í gríska stafrófinu, alfa (a, A) og beta (b, B).“ (Vísindavefurinn : Af hverju er A fyrsti stafurinn í stafrófinu, og Ö síðasti?)
- [4] „Augað er lagskipt kúla með skleru yst, svo æðaþekja og lithimnuþekja, því næst stafir og keilur og innst taugafrumur.“ (Læknablaðið.is : Hrörnun í augnbotnum. 07 tbl 91. árg. 2005.)
- [7] „Kvaðning er oft sett fram á táknrænan hátt sem einn stafur.“ (Tölvuorðasafn: „kvaðning“. Vefútgáfa 2013)
Þýðingar
[breyta]
þýðingar
|
|
- Tilvísun
„Stafur“ er grein sem finna má á Wikipediu.
„Stafur (sveppur)“ er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „stafur “
Íðorðabankinn „323444“
Hugtakasafn Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytis „stafur“