Íslenska


Fallbeyging orðsins „sveppur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall sveppur sveppurinn sveppir/ sveppar sveppirnir/ svepparnir
Þolfall svepp sveppinn sveppi/ sveppa sveppina/ sveppana
Þágufall svepp/ sveppi sveppnum sveppum sveppunum
Eignarfall svepps sveppsins sveppa sveppanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

sveppur (karlkyn); sterk beyging

[1] Sveppir (fræðiheiti: fungi, eintala fungus) eru um margt sérstæðar lífverur og því flokkaðir í sitt eigið ríki, svepparíkið. Lengi vel voru þeir samt flokkaðir með plöntum enda við fyrstu sýn líkari þeim en dýrum. Grundvallarmunur er þó á sveppum og plöntum: Plöntur eru frumbjarga og með blaðgrænu en sveppir ekki.
Afleiddar merkingar
kólfsveppur, sníkjusveppur, ætisveppur
Dæmi
[1] Sveppir eru margir fjölfruma og vaxa þræðirnir í endann, en ger er ágætt dæmi um einfruma svepp. Sumir sveppir lifa í samlífi með bakteríum og þörungum (sjá fléttur), aðrir tengjast rótarendum plantna og mynda með þeim svepprót.

Þýðingar

Tilvísun

Sveppur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „sveppur