Íslenska


Fallbeyging orðsins „draumur“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall draumur draumurinn draumar draumarnir
Þolfall draum drauminn drauma draumana
Þágufall draumi drauminum/ draumnum draumum draumunum
Eignarfall draums draumsins drauma draumanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

draumur (karlkyn); sterk beyging

[1] Draumar eru sýnir, hljóð eða önnur skynjun sem fólk upplifir í svefni, sem mynda oftast samfellda frásögn um eitthvað tiltekið efni.
[2] eitthvað indælt; löngun
Orðsifjafræði
frumgermanska
Framburður
IPA: [d̥rœyːmʏr̥]
Yfirheiti
[1] svefn
Afleiddar merkingar
draumamaður, draumráðning, draumkenndur, draumóramaður, draumórar, draumsóley, dreyma
dagdraumur
Sjá einnig, samanber
sofa
Dæmi
[1] „Það var draumur þó ég ímyndaði mér ekki annað en ég vekti.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Vakandi manns draumur)
[1] „Þetta tvennt varð til þess að risinn sofandi vaknaði upp við vondan draum og kom þá upp í huga mér orðatiltækið að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.“ (Læknablaðið.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Læknablaðið.is: Breytingar á vaktafyrirkomulagi unglækna)
[1] „Að hlaupa í draumi er oft túlkað sem þörf fyrir að flýja frá einhverju í lífi sínu en flug getur aftur á móti snúist um að fá yfirsýn.“ (Lifandi vísindiWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Lifandi vísindi: Af hverju snúa sömu draumar aftur?)
[2] „Draumur minn er að búa í einhverju sólríku landi, helst nálægt vínekru, stunda kaffihúsin í gríð og erg og skrifa pistla fyrir blöð og útvörp.“ (internettilvitnun)

Þýðingar

Tilvísun

Draumur er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „draumur

Íðorðabankinn433827