einmánuður

Íslenska


Fallbeyging orðsins „einmánuður“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall einmánuður einmánuðurinn einmánuðir einmánuðirnir
Þolfall einmánuð einmánuðinn einmánuði einmánuðina
Þágufall einmánuði einmánuðinum einmánuðum einmánuðunum
Eignarfall einmánaðar einmánaðarins einmánaða einmánaðanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

einmánuður (karlkyn); sterk beyging

[1] Einmánuður er sjötti mánuður ársins í gamla norræna tímatalinu og síðasti vetrarmánuðurinn. Hann hefst á þriðjudegi í tuttugustu og annarri viku vetrar, eða 20. til 26. mars.


Íslenska tímatalið:

Mánuðir
1 gormánuður 2 ýlir 3 mörsugur 4 þorri 5 góa 6 einmánuður 7 harpa 8 skerpla 9 sólmánuður 10 heyannir 11 tvímánuður 12 haustmánuður


Dæmi
[1] Fyrsti dagur einmánaðar er nefndur í tengslum við hreppasamkomur þar sem meðal annars var skipt fátækratíund. Ef fyrsti dagur einmánaðar var blautur, boðaði það gott vor.

Þýðingar

Tilvísun

Einmánuður er grein sem finna má á Wikipediu.