Íslenska


Fallbeyging orðsins „miðmynd“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall miðmynd miðmyndin miðmyndir miðmyndirnar
Þolfall miðmynd miðmyndina miðmyndir miðmyndirnar
Þágufall miðmynd miðmyndinni miðmyndum miðmyndunum
Eignarfall miðmyndar miðmyndarinnar miðmynda miðmyndanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu

Nafnorð

miðmynd (kvenkyn); sterk beyging

[1] í málfræði: Miðmynd þekkist á því að endingin -st bætist við germyndina, t.d. Jón klæddist. Á undan miðmyndarendingunni falla þó niður endingarnar -ur, -r og r-ð; þú kemur -> þú kemst. Miðmynd segir frá því hvað gerandi/gerendur gerir/gera við eða fyrir sjálfan/sjálfa sig, t.d. hann leggst, þeir berjast.
skammstöfun: mm.
Yfirheiti
[1] sagnmynd
Dæmi
[1] Sumar sagnir eru aðeins til miðmynd, t.d nálgast, vingast, óttast, öðlast, ferðast, heppnast, hnýsast, skjátlast, og kallast miðmyndarsagnir.

Þýðingar

Tilvísun

Miðmynd er grein sem finna má á Wikipediu.